Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Norðurlands (MN) hefur starfað frá árinu 2003 en skrifstofan er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum.
Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.
Markaðsstofa Norðurlands gengir hlutverki áfangastaðastofu Norðurlands.

Lesa meira

Fréttir frá starfinu

  • Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2024

    Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar fimmtudaginn 30. maí 2024 kl. 13:00. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Verbúðin 66, Hrísey. Öll eru hvött til þess að mæta á fundinn og athygli er vakin á því að aðeins þau sem mæta á staðinn geta tekið þátt í kosningu til stjórnar.
  • Menntamorgun ferðaþjónustunnar - Ráðningar og Z kynslóðin

    Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 10. apríl 2024 kl. 9-9:45. Fundurinn verður í streymi.
  • Sögur í markaðsstarfi - vinnustofa

    Þriðjudaginn 30.apríl, kl.13:00-15:30 á Greifanum Akureyri, verður haldin vinnustofa þar sem við lærum að finna sögurnar sem leynast alls staðar í kringum okkur, vinna með þær og miðla þeim til viðskiptavina. Við skyggnumst aðeins inn í af hverju sögur virka í markaðsstarfi, sögur á mismunandi miðlum og fáum hagnýt ráð og tól til að vinna eigin sögur áfram.
  • Flugvél easyJet á Akureyrarflugvelli

    easyJet byrjað að selja flugferðir út febrúar til Akureyrar

    Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.

Verkefni

Áfangastaðaáætlun
Útgefnar Áfangastaðaáætlanir ásamt öllum helstu upplýsingum. Forgangsverkefni listuð upp.
Demantshringurinn
Vörumerkið, fyrirtækin og lykilstaðir.
Flugklasinn Air 66N
Verkefni Flugklasans í gegnum árin, skýrslur, fréttir og önnur gögn.
Norðurstrandarleið
Handbækur, skráning og þróun á verkefni.
Okkar Auðlind
Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar. Þau þekkja hvernig ferðaþjónustan skapar Íslandi gott orðspor og hvernig sífellt fleiri líta til Íslands þegar kemur að því að ferðast á öruggan stað þar sem óspillt náttúran spilar lykilhlutverk.

Yfirlit yfir starfsemi MN árið 2022